Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
5. nóvember 2011

Viðskiptatækifæri í Rússlandi

Ilona Vasilieva, viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Moskvu, hélt kynningu hérlendis á dögunum á viðskiptatækifærum í Rússlandi fyrir íslensk matvælafyrirtæki sem bjóða hágæðamatvöru. Kynningin var haldin í tengslum við ProdExpo, stærstu matvælasýningu Rússlands, sem fram fer í Moskvu 7.-11. febrúar 2011.

ProdExpo er afar þýðingarmikil sýning og hefur haft mikil áhrif á þá þróun sem orðið hefur á matvælaiðnaðinum í Rússlandi. Á sýningunni er lögð áhersla á hótel-, veitinga- og veisluþjónustu og munu fyrirtæki frá um 57 löndum taka þátt í henni. Gestir verða væntanlega ekki færri en 60 þúsund talsins.

Deila