Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
22. maí 2017

Viðskiptatækifæri í tengslum við breyttar samgöngur milli Íslands og Grænlands

Viðskiptatækifæri í tengslum við breyttar samgöngur milli Íslands og Grænlands
Á næstu árum verða umtalsverðar breytingar á samgöngum milli Íslands og Grænlands. Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt stórtækar hugmyndir um stækkun flugvalla og Eimskip og Royal Arctic Line hafa sameinast um að auka tíðni siglinga milli landanna. Með þessum breytingum verða til ný tækifæri í ferðaþjónustu, vöruflutningum og frekara samstarfi milli landanna.

Á næstu árum verða umtalsverðar breytingar á samgöngum milli Íslands og Grænlands. Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt stórtækar hugmyndir um stækkun flugvalla og Eimskip og Royal Arctic Line hafa sameinast um að auka tíðni siglinga milli landanna. Með þessum breytingum verða til ný tækifæri í ferðaþjónustu, vöruflutningum og frekara samstarfi milli landanna. 
 
Í ljósi þessa fer fram kaupstefna í Nuuk í september 2017. Kaupstefnan er tvíþætt, annarsvegar ráðstefna 5. september þar sem leiðandi aðilar kynna sitt sjónarhorn og ræða hvað þessar breytingar gætu þýtt fyrir viðskipti millli landanna. Hinsvegar verður boðið upp á skipulagningu viðskiptafunda milli fyrirtækja 4. og 6. september, en það er kjörið tækifæri til að kanna möguleg viðskipti milli íslenskra og grænlenskra fyrirtækja. 
 
Að kaupstefnunni standa Ræðisskrifstofa Íslands í Nuuk, Íslandsstofa, Flugfélag Íslands og Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið.
 
Þau fyrirtæki sem áhuga hafa á að nýta sér skipulag funda eru beðin um að hafa samband sem allra fyrst og ekki síðar en 16. júní. Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000. 

Deila