Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
4. maí 2012

Viltu eiga viðskipti í Kanada?

Viltu eiga viðskipti í Kanada?
Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja á þátttöku í Centrallia fyrirtækjastefnumótinu sem haldið verður í Winnipeg, Kanada dagana 10.-12. október 2012.

Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja á þátttöku í Centrallia fyrirtækjastefnumótinu sem haldið verður í Winnipeg, Kanada dagana 10.-12. október 2012.

Um er að ræða tveggja daga fundarlotu þar sem tækifæri gefst til að ná tengslum við mörg hundruð fyrirtæki frá Kanada og öðrum löndum. 


Áhugasamir tilkynni þátttöku sem fyrst til Þorleifs Þórs Jónssonar, thorleifur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

Athugið að skráning þarf að liggja fyrir eigi síðar en 21. maí ef njóta á verulegs afsláttar af þátttökugjaldi.

Deila