Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
9. maí 2014

Vinnustofa í gerð viðskiptasamninga á alþjóðamarkaði

Vinnustofa í gerð viðskiptasamninga á alþjóðamarkaði
Íslandsstofa stóð á fimmtudag fyrir vinnustofu í gerð viðskiptasamninga á erlendum markaði, en þar var farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar slíkir samningar eru gerðir.

Íslandsstofa stóð á fimmtudag fyrir vinnustofu í gerð viðskiptasamninga á erlendum markaði, en þar var farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar slíkir samningar eru gerðir.

Leiðbeinandi á vinnustofunni var Hafliði K. Lárusson lögfræðingur en hann fór m.a. yfir tilgang og mikilvægi löglegra samninga í alþjóðaviðskiptum. Hafliði sagði nauðsynlegt að vanda gerð þessara samninga svo draga megi úr áhættu og verja hagsmuni beggja aðila. Þar ber að hafa í huga að samningahættir og venjur geta verið mismunandi eftir löndum, sem og lagahefðir, en allt eru þetta atriði sem skipta miklu máli í gerð samninga á alþjóðamarkaði. Þá nefndi Hafliði að gott getur verið að nýta sér staðlaðar samningsfyrirmyndir, s.s. frá Alþjóða viðskiptaráðinu.
Þátttakendur á vinnustofunni, um 30 talsins, voru mjög áhugasamir um málefnið og nýttu sér tækifærið og spurðu Hafliða spjörunum úr, gegn greiðum svörum frá honum.

Nánari upplýsingar um vinnustofuna veitir Björn H Reynisson, bjorn@islandsstofa.is

Deila