Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
29. nóvember 2019

Vinnustofur á Norðurlöndunum

Vinnustofur á Norðurlöndunum
Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofum á Norðurlöndunum fyrir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 19.- 21. nóvember.

Fyrsta vinnustofan fór fram í Osló 19. nóvember, önnur í Stokkhólmi þann 20. nóvember og þriðja og síðasta vinnustofan fór fram 21. nóvember í Kaupmannahöfn.

Tilgangur fundanna er að koma á viðskiptasamböndum við norræna ferðaþjónustuaðila og viðhalda þeim samböndum sem fyrir voru. Haldin var stutt kynning um áfangastaðinn Ísland fyrir gesti og kynning á hinum löndunum fyrir íslensku fyrirtækin.

Allt tóku átta íslensk fyrirtæki þátt og hittu þau fyrir samtals um 60 ferðasöluaðila. 


Deila