Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
5. október 2017

Vinnustofur í þremur borgum Bandaríkjanna

Vinnustofur í þremur borgum Bandaríkjanna
Fulltrúar Íslandsstofu ásamt 17 íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum, Markaðsstofu Norðurlands og Vestfjarða auk fulltrúa ferðamálayfirvalda á Grænlandi og Færeyjum eru þessa vikuna á ferð um Bandaríkin með viðkomu í borgunum Pittsburgh, Philadelphia og New York.

Fulltrúar Íslandsstofu ásamt 17 íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum, Markaðsstofu Norðurlands og Vestfjarða auk fulltrúa ferðamálayfirvalda á Grænlandi og Færeyjum, eru þessa vikuna á ferð um Bandaríkin með viðkomu í borgunum Pittsburgh, Philadelphia og New York. 

Búist er við að um 130 áhugasamir söluaðilar muni heimsækja vinnustofurnar. 

Með mikilli fjölgun áfangastaða flugfélaga í Norður Ameríku hefur skapast aukin þörf til að kynna Ísland og íslenska ferðaþjónustu á bandaríska markaðnum. Íslandsstofa skipuleggur vinnustofuferðir af þessu tagi a.m.k. tvisvar á ári í Norður Ameríku til að svara því kalli. 

Deila