Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
2. maí 2018

Orkumál og ímynd Íslands til umræðu á morgunverðarfundi

Orkumál og ímynd Íslands til umræðu á morgunverðarfundi
Sjálfbær orka og samkeppnisforskot Íslands voru til umræðu á morgunfundi sem Íslandsstofa og CHARGE - Energy Branding stóðu fyrir á Icelandair Hótel Reykjavík Natura sl. þriðjudag.

Dagskrá fundarins samanstóð af erindum Ingu Hlínar Pálsdóttur, forstöðumanns ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, Viggós Jónssonar, hjá Jónsson & Le´macks, Ragnars Guðmundssonar, forstjóra Norðuráls, og Guðmundar Kristjánsssonar, forstjóra Brims. Öll komu þau m.a. inn á tækifæri Íslands hvað varðar mörkun á heimsvísu enda landið í fremstu röð hvað sjálfbæra orku varðar.

Að erindunum afloknum var efnt til pallborðsumræðna þar sem fyrirlesarar ásamt Lovísu Árnadóttur, upplýsingafulltrúa Samorku, ræddu mál frekar. Voru aðilar sammála um að Ísland hefði góða sögu að segja, hrein og endurnýjanleg orka gæfi íslensku atvinnulífi klárt tækifæri til aðgreiningar og mikilvægt væri að aðilar tækju sig saman um að segja þá sögu. 

Fundinum og umræðum stýrði Dr. Friðrik Larsen, lektor við HÍ og stofnandi CHARGE.

Kynningar frá fundinum má nálgast hér fyrir neðan:

Deila