Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
16. febrúar 2018

Vel sóttur fundur um verndun vörumerkja

Vel sóttur fundur um verndun vörumerkja
Íslandsstofa, í samstarfi við Einkaleyfastofuna og Alþjóðahugverkastofnunina (WIPO), stóð í vikunni fyrir fundi um verndun vörumerkja við sókn á erlendan markað. Góð aðsókn var að fundinum og ánægja með erindin. Glærur má nálgast hér...

Íslandsstofa, í samstarfi við Einkaleyfastofuna og Alþjóðahugverkastofnunina (WIPO), stóð í vikunni fyrir fundi um verndun vörumerkja við sókn á erlendan markað.

Góð aðsókn var að fundinum og ánægja með erindin. Ásta Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Alþjóðahugverkastofnuninni (WIPO) í Genf fór yfir mikilvægi verndunar vörumerkja almennt við sókn á erlenda markaði og hvernig hægt er að bera sig að í þeim efnum. Þá deildu einnig Bjarney Harðardóttir, hjá 66° Norður, og Erla Skúladóttir, Lauf Forks, þeirra reynslu. Jón Gunnarsson, Einkaleyfastofunni, fór í kjölfarið yfir vörumerki sem viðskiptatæki. Sköpuðust líflegar umræður og ljóst að mikill áhugi á málaflokknum. Fundinum stýrði Flosi Eiríksson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu.

Við þökkum gestum fyrir komuna.

Glærur frá fundinum má nálgast í heild hér sem og stök erindi fyrir neðan:

Deila